Þessar notendavænu suðuvélar eru tilvaldar í lítil og meðal stór verkefni. Hægt er að sjóða tilbúna poka og einnig er hægt að nota slöngu á rúllu. Innbyggður hnífur nýtist vel þegar útbúa þarf mislanga eða stutta poka. Suðutími hefst um leið og suðuhausnum er þrýst niður með handafli, eða með því að stíga á fótstig. Suðuhausinn helst niðri þangað til fyrirframstilltum suðutíma er náð og opnast sjálfkrafa. Hægt er að sjóða margar tegundir af plastefnum, Polyethylene – Polypropylene – Vacuum efni.
Til í eftirfarandi breiddum: 320 – 420 – 520 – 620 – 720 – 820 og 1020mm