Saltkaup var stofnað árið 1990.  Fyrirtækið er leiðandi í innflutningi og sölu á fiski- og götusalti, umbúðum fyrir flest alla atvinnustarfssemi, ásamt tunnum og íbætiefnum.  Saltkaup býður meðal annars upp á sérmerktar umbúðir fyrir þá viðskiptavini sem vilja hafa sínar vörur sýnilegri á markaði. Einnig eru ómerktar umbúðir stór hluti innflutnings og sölu.  Saltkaup kappkostar að veita viðskiptavinum sínum góða og örugga þjónustu, með gæði og hagstætt verð að leiðarljósi.  Sérþekking starfsmanna okkar er ríkur þáttur í því að veita góða þjónustu.  Saltkaup selur stærstan hluta af sínum vörum til íslenskra framleiðslufyrirtækja en einnig þjónustar fyrirtækið innlendar útgerðir, s.s. ferskfisk- og frystiskip.

Vöruúrvalið hjá Saltkaupum er afar fjölbreytt og er sífellt í endurskoðun til að mæta þörfum viðskiptavina og má þar nefna krydd, marineringar, plastfötur, plastbretti, burðarpoka og sorppoka.

Helstu viðskiptalönd Saltkaupa, auk Íslands, eru Bretland, Danmörk,  Litháen, Noregur, Spánn, Túnis,  Þýskaland, Sádí-Arabía og fleiri.

Fastráðnir starfsmenn eru 15.  Aðalstarfsstöð Saltkaupa er í Hafnarfirði.


FF Isl Logo 2015 RGBSaltkaup
hefur verið valið FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI  2013, 2014. 2015 og 2016. Creditinfo hefur unnið ítarlega greiningu sem sýnir hvaða íslensk fyrirtæki teljast til fyrirmyndar að teknu tilliti ýmissa þátta sem varða rekstur og stöðu þeirra.