Salt er ekki aðeins krydd eða geymsluaðferð.
Salt getur verið frábær matreiðsluaðferð.
Kjöt, fiskur, fuglakjöt og jafnvel grænmeti er ljúffengt þegar það er eldað eða brúnað í salti.
Grillaðar steikur á salti.
Þessi aðferð gerir þér kleift að grilla steik án fitu og án þess að kjötið verði of saltað.
Kjöt steikt á salti.
Setjið þunnt lag af grófu salti frá Saltkaup á pönnuna og setjið yfir heita helluna. Þegar saltið byrjar að springa, setjið þá steikina á pönnuna og eldið eins lengi og venjulega, í samræmi við það hvernig þú villt hafa þína steik.
Saltskorpa.
Eins og aðrar skorpur gerir þessi þér kleift að koma í veg fyrir ofþornun kjöts og fisks og viðheldur einnig bragði matarins. Kostir saltsins er að hægt er að nota það í hvaða matreiðsluaðferð sem er.
Mismunandi tegundir saltskorpu.
Hreint salt
Aðeins þaf að væta grófa saltið áður en það er notað, svo það haldist saman og festist við matinn Þessi matreiðsluaðferð er sérstklega hentug fyrir fisk sem er ekki mjög þykkur miðað við kjöt.
Með hveiti.
Setjið grófa saltið frá Saltkaup í skál bætið hveiti og eggjahvítu saman við (geymið eggjarauðuna til að gera skorpuna gullna). Blandið þessu saman með því að hella ca 1 glasi að vatni saman við (hægt og rólega) þar til deigið er orðið teygjanlegt. Látið bíða í kæli um stund.
Með eggi.
Notið 2 eggjahvítur til að bleyta upp saltið. Þannig helst skorpan saman á meðan matreitt er og verður dökk brún að lit við steikinguna. Þessi matreiðsluaðferð er sérstklega hentug fyrir t.d steikt kjöt.