Hér eru nokkur húsráð í boði Saltkaupa.

Í eldhúsinu 

 •  Hita vatn: Salt lætur vatnið sjóða við hærri hita, sem gerir það að verkum að það tekur styttri tíma að elda matinn.
 •  Taka skurnina af eggjum: Það er auðveldara að taka skurnina af eggjum sem soðin hafa verið í saltvatni.
 •  Athuga hvort að eggið sé fúlt: Fyllið bolla af vatni og setjið tvær teskeiðar af salti útí.  Setjið eggið ofan í. Ferkst egg sekkur, fúlegg flýtur.
 •  Hreinsa eggjaleifar af diskum:  Salt gerir egginn ekki aðeins bragðbetri, heldur auðveldar það líka þrifin á diskunum.  Setjið smá salt á diskana og þá  verður ekkert mál að ná af þeim seinna þegar tími gefst til.
 •  Koma í veg fyrir að ávextir verði brúnir:  Epli, perur og kartöflur sem settar eru afhýddar í kalt vatn, með smá salti , halda litnum sínum lengur.
   Bæta lauk í salatið: Ef þú átt erfitt með að melta hráan lauk, reynið þá að salta laukinn örlítið áður.
 •  Gera salatið stökkt:  Þegar salatið er saltað rétt áður en það er borið fram helst það stökkt.
 •  Ná blettum úr drykkjarkönnum:  Te- og kaffiblettir fara auðveldlega þegar kannan er nudduð með salti.
 •  Slökkva á eldi af völdum fitu : Þegar salti er kastað á eld af völdum fitu, á eldavélina,ofninum eða grillinu verða logarnir minni. Það má aldrei nota  vatn!  Það dreifir bara úr logandi fitunni og þar af leiðandi eldinum líka.
 • Bragðbæta kaffið : Þegar smá salt er sett útí kaffi breytir það örlítið bragðinu og tekur í burtu beiska bragðið af ofsoðnu kaffi.
 • Hreinsa silfurbúnaðinn:  Gott er að nudda blettóttan silfurbúnaðinn með salti áður en hann er pússaður.
 • Koma í veg fyrir stiflu í vaski:  Ef sterkri saltupplausn er hellt reglulega niður vaskniðurföllin kemur það í veg fyrir að fitan safnist upp og myndi stíflu.
 • Laga ofsaltaða súpu:  Ef súpan hefur verið of mikið söltuð, skerið þá eina til tvær kartöflur og setjið útí. Kartöflurnar draga í sig saltið 🙂 

Við Þrifin

 • Þrífa messing: Gott er að blanda saman jafnmiklu af salti, hveiti og ediki svo úr verði halfgert krem. Setjið Kremið á messingmuninn,  leyfið  því að vera á í u.þ.b. klukkutíma og þrifið síðan af með mjúkum klút eða bursta og dustið af.
 • Þrífa tágvörur: Til að koma í veg fyrir að tághúsgögn gulni skal skrúbba það með stífum bursta rökum af saltvatni og láta það þorna út í sólinni.
 • Lengja líf kústa: Kústar endast lengur ef að þeir eru setti í saltvatn áður en þeir eru notaðir í fyrsta sinn.
 • Fjarlægja “hringi“ af borðum: Hægt er að fjarlægja hvíta hringi sem verða eftir blauta tusku eða heita diska/glös með því að nudda þunnu lagi af salatolíu og salti á blettinn með fingrunum, láta það standa þannig í einn til tvo tíma og þrífa það svo af.
 • Gefa svömpum nýtt líf: Svampar verða mun betri þegar þeim er dýpt í kalt saltvatn eftir að þeir hafa verið notaðir.
 • Minnka froðu: Ef of mikil froða safnast fyrir í þvottavélinni, þannig að hún opnast er gott að strá salti á froðuna til að minnka hana.
 • Gera liti skærari: Litur litaðra gluggatjalda verður skærari ef þau eru þveginn í saltupplausn. Upplituð teppi fá meiri lit þegar þau eru nudduð með klút sem er blautur af sterkri saltupplausn og undin.
 • Fjarlægja svitabletti: Setjið fjórar matskeiðar af salti út í 0,25 l af vatni og strjúkið efnið með upplausninni þar til bletturinn hverfur.
 • Hvítta gular bómullar og hörflíkur:  Sjóðið gulnuðu flíkurnar í  klukkutíma í salts- og sódavatnsupplausn.
 • Fjarlægja blóðbletti: Rennbleytið blettóttu flíkina í köldu saltvatni, þvoið hana svo í heitu sápuvatni og sjóðið eftir þvottinn. (ath þetta má aðeins gera við flíkur úr bómull, hör eða öðrum nátturlegum efnum sem þola háan hita).
 • Laga rakarstigið í saltstauknum: Ef saltið er rakt í saltstauknum, setjið þá nokkur hrísgrjón í staukinn.
 • Fjarlægja raka- eða ryðbletti: Vætið blettina með blöndu af sítrónusafa og salti, setjið hlutinn svo út í sólina til þess að blandan virki, skolið og svo þurkið að því loknu.
 • Gera nælonsokka samlita: Hægt er að gera góða ósamstæða nælonsokka samlita með því að sjóða þá í örfáar mínútur í potti með svolítið af söltuðu vatni.
 • Laga straujárnið: Ef straujárnið festist alltaf við flíkina er gott að strá smá salti á blað og strjúka heitu straujárninu yfir það til að fjarlægja hrufóttu, erfiðu blettina.
 • Þrífa fitugar pönnur: Auðvelt verður að þrífa fitugustu járnpönnuna ef þú setur smá salt í hana og þurrkar síðan með pappír.
 • Þrífa ísskápa: Þegar ísskápar eru þrifnir að innan er gott að nota salt og sódavatn, það tekur öll óhreinindi burt og rispar ekki.

Heilsa og fegurð

 • Hálsskol: Ef þú ert með hálsbólgu er blanda með hálfri teskeið af salti í ca 250ml af vatni góð sem skol fyrir hálsinn.
 • Hreinsa tennur: Gott er að byrja á því að mylja salt niður í duft, blanda svo einum hluta salt og tveimur hlutum natrón og blanda því í blandara og setja þetta síðan á tennurnar. Þetta gerir tennurnar hvítari, en er einnig gott á bakteríur og fer vel með góminn.
 • Munnskol: Ef munnurinn er skolaður með blöndu sem samansendur af jafn stórum hlutum af salti og natróni verður andadrátturinn ferskari.
 • Skola augu: Setjið hálfa teskeið af salti útí smá vatn og notið upplausnina til að skola þreytt augu.
 • Draga úr bólgnum augum: Blandið blöndu með einni teskeið af salti og smá vatni og bleytið vel bólstra í henni og setjið á bóglnu svæðin.  Þá minnkar bólgan.
 • Létta á þreyttum fótum: Setjið handfylli af salti út í bala af heitu vatni og setjið þreytta fæturna út í.  Skolið síðan með köldu vatni.
 • Létta á býflugnastungum: Ef þú ert stunginn, bleyttu bitið strax og hyldu það með salti til að draga úr sársaukanum.
 • Meðhöndla moskítóbit: Bleytið með saltvatni og setjið svo blöndu af salti og svínafeiti á bitið.
 • Meðhöndla brunasár eftir brennimjólk: Ef sárið er rennibleytt með heitu saltvatni endist ertingin skemur.
 • Minnka þreytu: Að fara afslappaður í bað sem er með nokkrum handfyllum af salti í u.þ.b 10 mínútur minnkar þreytu
 • Fjarlægja dauðar húðflögur: Gott er að nudda þurru salti á sig þegar maður er nýstiginn úr baðkarinu , áður en maður þurrkar sér. Það fjarlægir dauðar húðflögur og kemur blóðrásinni betur í gang.
 • Andlitssnyrting: til að fá stinna húð er gott að blanda saman jafnmiklu af salti og olivolíu og nudda varlega á andlitið og hálsinn með uppá við strokum. Fjarlægið þetta síðan eftir fimm mínútur og þvoið ykkur í framann.
 • Fjarlægja húðflúr: ATH þessi aðgerð má eingöngu vera framkvæmd af lækni. Þetta er meðferð sem samanstendur af mörgum skiptum þar sem salti er nuddað á húðflúrið.  Það þarf síðan að gróa á milli skipta en það koma nánast engin sjáanleg ör.