Kæru viðskiptavinir og samstarfsaðilar,

Allt frá stofnun árið 1990 hefur Saltkaup kappkostað að veita viðskiptavinum sínum fyrsta flokks þjónustu og hefur fyrirtækið byggst upp og þróast í kringum þarfir markaðarins. Hinar ýmsu umbúðalausnir, íbætiefni og rekstrarvörur hafa bæst við vöruflóru okkar jafnt og þétt í gegnum árin, með það að leiðarljósi að bjóða upp á heildarlausnir í salt- og umbúðamálum fyrir hinar ýmsu atvinnugreinar.

Nú um áramótin hófst nýr kafli í sögu Saltkaupa þegar rekstrinum var skipt  upp í tvennt og til  var nýtt fyrirtæki, Saltkaup Nordic ehf, sem mun sjá um þjónustu á umbúðum, frágangs- og rekstrarvörum og íbætiefnum.

Saltkaup ehf. mun hinsvegar einblína á innflutning og sölu á salti.

Þessi tvö fyrirtæki koma til með að vinna áfram þétt saman og er lagt upp með það að breytingarnar komi til með að hafa sem allra minnstu áhrif á okkar viðskiptavini. Tengiliðir ykkar verða áfram þeir sömu og eins og áður verður nóg að hringja eitt símtal eða senda tölvupóst til þess að fá þjónustu frá okkur. Helsta breytingin er því sú að reikningar koma til með að berast frá sitthvoru fyrirtækinu.

Sem fyrr einsetjum við okkur að halda í okkar gildi og halda þjónustustiginu háu og hlökkum til að eiga ánægjuleg samskipti við ykkur á komandi árum.                                        

Hilmar Þór Hilmarsson Framkvæmdastjóri Saltkaup ehf

 

Hilmar Þór Hilmarsson jr Framkvæmdastjóri Saltkaup Nordic ehf